Starfsemi Ásgarðs
Ásgarður er vinnustaður sem hefur metnað til að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins og honum hjálpað við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköpunarferli frá hönnun að endanlegri útkomu. Þetta veitir einstaklingum sjálfstraust, skerpir vilja hans og eykur þolinmæði
Vörurnar sem fást í verslun okkar og sjást hér eru unnar með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi.